Feršafélag Siglufjaršar

29. maí, miðvikudagur. Fuglaskoðunarferð  Árleg fuglaskoðunarferð FS, þar sem fuglalífið verður skoðað með kunnáttumönnum. Farið kl. 18:00 frá

sol

Sumargöngur 2013

29. maí, miðvikudagur. Fuglaskoðunarferð 

Árleg fuglaskoðunarferð FS, þar sem fuglalífið verður skoðað með kunnáttumönnum.
Farið kl. 18:00 frá útsýnisskífunni í Héðinsfirði. Gengið með vatninu á vestan og niður að sjó. Mjög áhugaverð leið í einstökum eyðifirði. 
Þátttakendur eru hvattir til að vera vel skóaðir og hafa með sjónauka og greiningarbók (fuglavísi) ef þeir eiga 
og kjörið er að hafa með sér nesti. 
Verð: 1.000 kr. Göngutími 3–4 klst. 

21. júní, föstudagur. Sólstöðuganga 

Farið með rútu kl. 21:30 frá Ráðhústorgi. Ekið inn að Mánárdal, gengið inn dalinn, upp í Dalaskarð og út Leirdali. Mögulega verður gengið á Hafnarhyrnuna, 687 m og svo niður í Hvanneyrarskál.  Afar skemmtileg ferð í miðnætursólinni.
Kjötsúpa í boði Sparisjóðs Siglufjarðar að lokinni göngu. 
Verð 1.500 kr. Rúta er innifalin í verðinu. 
Göngutími 4–5 klst.

3. júlí, miðvikudagur. Hvanneyrarhyrna      

Árlega er gengið við upphaf Þjóðlagahátíðar á Siglufirði. Brottför frá Ráðhústorgi kl. 13. Gengið upp í Hvanneyrarskál og þaðan upp á brún að vestanverðu. Gengið út eggjarnar á Hvanneyrarhyrnu, niður Gróuskarð og á Gróuskarðshnjúk. Frá Gróuskarðshnjúki er gengið niður í Hvannreyrarskál. Brött og klettótt leið um lausar skriður og eftir eggjum. Valkvætt er hvort farið er á Hvanneyrarhyrnu eða bara á Gróuskarðshnjúk.
Falleg leið en gangan á Hvanneyrarhyrnu er ekki fyrir lofthrædda.
Göngutími 3–4 klst.

20. júlí, laugardagur. Siglufjarðarskarð   

Farið frá skógræktinni á Siglufirði kl. 14:00.  Gengið er eftir gamalli reiðleið upp í skarðið, niður í Hraunadal og Göngudal og endað ofan við bæinn Hraun.
Athugið að Skarðsveginum verður ekki fylgt nema að litlu leyti, heldur gömlu leiðinni yfir Skarðið.
Rúta sækir göngumenn í lok göngunnar.
Verð: 1.500 kr. Göngutími 4-5 klst.

3. ágúst, laugardagur. Skrámuhyrna     

Farið frá skíðaskálanum í Skarðsdal kl. 11:00. Gengið eftir vestureggjum Siglufjarðarfjalla til norðurs og út á Skrámuhyrnu, 625 m. Þaðan er mikil útsýn. Gegni til baka út á Hvanneyrarhyrnu, niður Gróuskarð og ofan í Hvanneyrarskál.
Nokkuð brött leið og ekki fyrir lofthrædda.
Verð: 1.500 kr. Göngutími 5-6 klst. 

10. ágúst, laugardagur. Suðureggjar Siglufjarðarfjalla  

Gengið frá Skarðdalsviki, efstu beygju á Siglufjarðarskarðsvegi að austanverðu kl. 8:30. Gengið 
suðaustur og fjallatoppar þræddir að Almenningshnakka, sem er hæstur siglfirskra fjalla. Komið 
er niður Hólsskarð og gengið út Hólsdalinn. Hér er um bratta og klettótta leið að ræða, með 
lausum skriðum og eftir háum eggjum. Þessi ganga er ekki fyrir lofthrædda en leiðin býður upp á 
stórfenglegt útsýni til allra átta.
Verð: 2.000 kr. Göngutími 8–10 klst. 

Auglżsingar

Héšinsfjöršur

Mynd augnabliksins

img_5238_copy.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf