Feršafélag Siglufjaršar

Sólstöðugangan Sólstöðuganga Ferðafélagsins var farin föstudaginn 24. júní. Vegna þoku var gengin Dalaleið en ekki farið norður Leirdali eins

sol

Sólstöšugangan

Sólstöðuganga Ferðafélagsins var farin föstudaginn 24. júní. Vegna þoku var gengin Dalaleið en ekki farið norður Leirdali eins og upphaflega var áætlað.

Veðurguðirnir sviku okkur um heiðan himin og fagra fjallasýn, en samt sem áður lagði hópur glaðra göngumanna af stað upp Mánárdalinn laust fyrir kl. 22:00.  Gengið var hröðum skrefum í austanverðum hlíðum dalsins og stefndi hópurinn glaðbeittur upp í þokuna. Þokan var köld og þétt eins og við var að búast, deyfði söng fuglanna og lækjarniðinn, og faldi alla tilfinningu fyrir vegalengd og hæð. Fyrr en varði stóðum við uppi í Dalaskarði umvafinn djúpri þögn þokunnar. Í stað þess að arka norður Leirdali í þreyfandi þokunni var gengið þvert yfir skarðið og niður Skjaldarbringur. Þegar við vorum komin niður úr þokunni var snúið til norðurs og gengið eftir hlíðum Hafnarfjalls, yfir Stóra-Bola og heim til Siglufjarðar.

Hér má sjá myndir úr göngunni.


Auglżsingar

Héšinsfjöršur

Mynd augnabliksins

20110627_12_resize.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf