Feršafélag Siglufjaršar

Sólstöðuganga 25. juní 2010 Rúmlega  fjörutíu manna hópur tók þátt í Sólstöðugöngu Ferðafélags Siglufjarðar. Lagt var af með rútum kl. 21 frá Torginu.

sol

Sólstöšuganga 25. junķ 2010

Rúmlega  fjörutíu manna hópur tók þátt í Sólstöðugöngu Ferðafélags Siglufjarðar.
Lagt var af með rútum kl. 21 frá Torginu. Keyrt var inn í Mánárdal og gengið var eftir hinni svokölluðu Dalaleið.


 

Göngufólk fékk frábært veður, logn, sólskin og aðstæður því eins og best verður á kosið til þess að fylgjast með einum lengsta degi ársins líða hjá. 

Þegar komið var upp úr Mánárdalnum var stefnan tekin á Hvanneyrarskálina og síðan haldið sem leið lá niður til Siglufjarðar.  

Ferðin endaði síðan á pallinum hjá fararstjóranum Gesti Hanssyni og Huldu þar sem göngugarpar gæddu sér á dýrindis kjötsúpu. 

Frábær ferð í alla staði og mikil ánægja allra sem tóku þátt. Myndir HÉR
Auglżsingar

Héšinsfjöršur

Mynd augnabliksins

img_5260_copy.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf