Feršafélag Siglufjaršar

Siglunes - 30. júlí - skráning er hafin í síma 699 5022 Vegalengd: 15-16 km. Mesta hæð: 450 m. Göngutími: 6-8 klst. Bátsferð til baka. Þátttakendur eru

sol

Siglunes - 30. jślķ - skrįning er hafin ķ sķma 699 5022

Siglunesviti
Siglunesviti
Vegalengd: 15-16 km. Mesta hæð: 450 m. Göngutími: 6-8 klst. Bátsferð til baka.

Þátttakendur eru hvattir til að vera vel skóaðir og með gott nesti. Fararstjóri: Anna Marie Jónsdóttir. Verð: 2000.  Lagt af stað frá Ráeyri klukkan: 10:00.

Leið: Ráeyri – Staðarhóll – Kálfsdalur – Kálfsskarð – Nesdalur – Siglunes – Nestá.

Haldið er af stað frá flugvellinum á Ráeyri og gengið um rústir síldarverksmiðju Evangers sem eyðilagðist í snjóflóði úr Skollaskál 1919. Þaðan er gengið yfir Staðarhól litlu norðar og sjást þar tóftir samnefnds bæjar. Um Staðarhólsströndina er heppilegt að fylgja fjárgötum í hlíðarrótum. Upp af Selvíkurvita taka við Kambalágar og þar ofar opnast Kálfsdalur með litlu stöðuvatni. Áfram er haldið upp dalinn skáhallt til Kálfsskarðs í suðaustri. Í suðvestri blasir við bakhliðin á tveimur einkennisfjöllum Siglufjarðar, Hestskarðshnjúki og Staðarhólshnjúki en utar og minni er Hinrikshnjúkur. Af skarðinu er greið leið niður í fremstu drög Nesdals. Nú tekur við langur gangur niður að sjó þar sem Reyðará liðast í ótal bugðum og fylgir Hestfjall okkur alla leið á hægri hönd. Í utanverðum Nesdal er þungvæð gróðurþemba. Austan við Reyðará stendur samnefnt býli og þaðan er gengið eftir ruddum akvegi vestur á Siglunes. Nesnúpur gnæfir yfir Siglunesvita og þar litlu norðar á sléttum melum stóðu herbúðir Breta og Bandaríkjamanna í seinni heimstyrjöldinni. Nú tekur sjálft Siglunes við og liggur vegurinn hjá rústum samnefnds höfuðbóls sem stóð þar frá landnámi Þormóðs ramma og fram yfir miðja 20. öld. Ferðalangar eru hvattir til að ljúka göngu sinni frammi á Nestá þar sem tóftir fornra verbúða eru enn sýnilegar. Þar vestur af eru miklar grynningar sem nefnast Hellan og til norðurs eru Svarthöfðasteinar og Slysfarir næst landi að sunnan. Bátsferð til baka.


Af sögu Sigluness

Siglunes er landnámsjörð, þar byggði Þormóður rammi. Fram til 1614 var Siglunes prestsetur og sóknarkirkja stóð þar. Viti var reistur 1908. Á fjórða áratugnum voru um 40-50 manns á Siglunesi, sími var þá kominn og vindrellur, síðar komu díselrafstöðvar. Árið 1934 urðu Siglnesingar fyrir miklu tjóni vegna veðurs. Í kjölfar þess fóru menn að sækja til Siglufjarðar þar sem síldarævintýrið var þá í fullum gangi. Um margra ára bil hefur enginn haft vetursetu á Siglunesi. Byggð lagðist þar af um 1990. (Valgarður Egilsson, 2000).
Auglżsingar

Héšinsfjöršur

Mynd augnabliksins

20110627_5_resize.jpg

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.13 2009 - Stefna ehf